Innlent

Í fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína

Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag.
Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Vísir
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann til að sæta níu mánaða fangelsisrefsingar fyrir að hafa sest klofvega yfir fyrrverandi unnustu sína og slegið og sparkað í andlit hennar og líkama. Konan hlaut mar, yfirborðsáverka og eymsli á höfði, andliti, hálsi og handlegg við ofbeldið.

Maðurinn hefur tvívegis áður gerst sekur um líkamsárás en hann gekk laus á reynslulausn vegna fyrri dóms þegar árásin átti sér stað. Með árásinni braut hann skilmála reynslulausnarinnar, að því er segir í dómi Hæstaréttar.

Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en viðurkenndi að hafa löðrungað konuna.

Ákæruvaldið krafðist þess að refsing yfir manninum yrði þyngd en maðurinn fór sjálfur fram á að vera sýknaður, en til vara að refsing verði milduð. Dómurinn féllst ekki á að þyngja refsinguna og staðfesti níu mánaða dóm héraðsdóms.

Dóminn í heild sinni má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×