"Endurvinna gamla gagnrýni" Hjörtur Hjartarson skrifar 13. nóvember 2014 19:45 Forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna fasta í að vera neikvæð í garð skuldaleiðréttingarinnar. Nú þegar hún sé komin til framkvæmda reynist það hinsvegar erfitt og því sé gripið til þess ráðs að endurvinna gamla gagnrýni, þótt hún eigi ekki lengur við. Rætt var um skuldaleiðréttinguna á Alþingi í dag. Margvísleg gagnrýni kom frá stjórnarandstöðunni á þingfundinum, meðal annars að aðgerðin væri sértæk og nýttist einungis hluta þjóðarinnar, fjármununum væri betur varið í annað og að meiru hefði verið lofað. Forsætisráðherra segir að umræðan á þinginu komi sér ekki á óvart. „Hún hefur verið eins og við mátti búast. Hér hafa verið ánægðir stjórnarliðar og þeir hafa alveg fullt tilefni til þess enda er niðurstaðan svo góð á svo margan hátt. En því miður var stjórnarandstaðan búin að koma sér í þá stöðu að hún virðist telja að hún verði að vera neikvæð. En núna þegar niðurstöðurnar liggja fyrir þá gengur þeim illa að finna nýja gagnrýni á þetta og ákveða þá bara að endurvinna þá gömlu þó hún eigi ekki lengur við,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur einnig verið gagnrýnd þar sem ekki er að fullu ljóst hvort bankaskatturinn svokallaði standist lög. „Auðvitað er ekkert í lífinu öruggt nema, svo ég vitni aftur í Benjamin Franklin, dauðinn og skattar.“Skuldaleiðréttingin kynntSigmundur segir að öll þau markmið sem lagt var upp með varðandi skuldaleiðréttinguna hafa náðst. „Þau hafa öll náðst, öll markmiðin sem við settum okkur fyrir síðustu kosningar og eftir þær líka. Þetta er öðruvísi aðferð heldur en við lögðum til í byrjun árs 2009. Ef þetta hefði verið gert á þeim tíma hefði það vissulega verið einfaldara og jafnvel hagkvæmara og haft áhrif fyrr á efnahagslífið og fyrir heimilin. En úr því sem komið var, var þetta besta leiðin,“ segir Sigmundur. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna fasta í að vera neikvæð í garð skuldaleiðréttingarinnar. Nú þegar hún sé komin til framkvæmda reynist það hinsvegar erfitt og því sé gripið til þess ráðs að endurvinna gamla gagnrýni, þótt hún eigi ekki lengur við. Rætt var um skuldaleiðréttinguna á Alþingi í dag. Margvísleg gagnrýni kom frá stjórnarandstöðunni á þingfundinum, meðal annars að aðgerðin væri sértæk og nýttist einungis hluta þjóðarinnar, fjármununum væri betur varið í annað og að meiru hefði verið lofað. Forsætisráðherra segir að umræðan á þinginu komi sér ekki á óvart. „Hún hefur verið eins og við mátti búast. Hér hafa verið ánægðir stjórnarliðar og þeir hafa alveg fullt tilefni til þess enda er niðurstaðan svo góð á svo margan hátt. En því miður var stjórnarandstaðan búin að koma sér í þá stöðu að hún virðist telja að hún verði að vera neikvæð. En núna þegar niðurstöðurnar liggja fyrir þá gengur þeim illa að finna nýja gagnrýni á þetta og ákveða þá bara að endurvinna þá gömlu þó hún eigi ekki lengur við,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Fjármögnun leiðréttingarinnar hefur einnig verið gagnrýnd þar sem ekki er að fullu ljóst hvort bankaskatturinn svokallaði standist lög. „Auðvitað er ekkert í lífinu öruggt nema, svo ég vitni aftur í Benjamin Franklin, dauðinn og skattar.“Skuldaleiðréttingin kynntSigmundur segir að öll þau markmið sem lagt var upp með varðandi skuldaleiðréttinguna hafa náðst. „Þau hafa öll náðst, öll markmiðin sem við settum okkur fyrir síðustu kosningar og eftir þær líka. Þetta er öðruvísi aðferð heldur en við lögðum til í byrjun árs 2009. Ef þetta hefði verið gert á þeim tíma hefði það vissulega verið einfaldara og jafnvel hagkvæmara og haft áhrif fyrr á efnahagslífið og fyrir heimilin. En úr því sem komið var, var þetta besta leiðin,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira