Mótmælin skiluðu árangri: Lækka verð á kaffi, hafragraut og súpu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 19:06 Mótmælin voru á föstudaginn og viku seinna skila þau árangri þar sem verð lækkar á morgun. Vísir/Valli/Ernir Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat. Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat.
Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58
Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34