Innlent

„Virðulegi forseti, guði sé lof að það er langt til kosninga“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra og Páll Valur Björnsson er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra og Páll Valur Björnsson er þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/GVA/Vilhelm
„Virðulegi forseti, guði sé lof að það er langt til kosninga. Það kann auðvitað að fara svo að þessi skipti verði en ég mun gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir það,“ sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, á þingi í dag og uppskar mikinn hlátur í þingsal.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hafði þá mismælt sig og kynnt Illuga í pontu sem hæstvirtan mennta-og menningarmálaráðherra, Pál Val Björnsson. Páll var þá nýstiginn úr pontu þar sem hann spurði Illuga út í fjárveitingar til túlkaþjónustu.

Forseti þingsins var fljótur að leiðrétta sig og kom Illugi í pontu. Hann er sem sagt enn menntamálaráðherra en ekki Páll Valur Björnsson. Hann er þingmaður Bjartrar framtíðar.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×