Innlent

Dregið verulega úr skjálftavirkni við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eftir rúmlega tveggja mánaða eldgos heldur sjónarspilið áfram norðan Vatnajökuls.
Eftir rúmlega tveggja mánaða eldgos heldur sjónarspilið áfram norðan Vatnajökuls. mynd/haraldur sigurðsson
Töluvert hefur dregið úr virkni við Bárðarbunguöskjuna, þrátt fyrir að stærsti skjálftinn síðastliðin sólahring hafi mælst 5,4 af stærð við suðurbrún öskjunnar.

Tveir skjálftar milli 4 og 5 að stærð hafa mælst við öskjuna , sá fyrri rétt eftir klukkan eitt í nótt og sá síðari klukkan tíu í morgun.

Alls mældust 43 jarðskjálftar við Bárðarbunguöskjuna frá því í gærmorgun.

Við norðanverðan bergganginn hafa mælst um 20 jarðskjálftar og voru allir minni en 1,7 að stærð.

Það dró verulega úr skjálftavirkninni við Bárðarbunguöskjuna eftir 5,4 skjálftann í gær en að sama skapi jókst virknin við norðurenda bergangsins frá hádeginu í gær og fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×