ESB reiðubúið til að halda viðræðum við Ísland áfram Þorfinnur Ómarsson skrifar 15. nóvember 2014 14:04 Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira