ESB reiðubúið til að halda viðræðum við Ísland áfram Þorfinnur Ómarsson skrifar 15. nóvember 2014 14:04 Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag. Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Íslendinga áfram. Ný framkvæmdastjórn sambandsins segir framhaldið alfarið í höndum Íslendinga. Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tók við fyrr í þessum mánuði, undir forsæti Jean-Claude Junckers, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar. Fyrr á þessu ári lýsti Juncker því yfir, að á fimm ára valdatíma sínum yrðu engum nýjum aðildarríkjum hleypt inn í sambandið. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Þessi túlkun Gunnars Braga stangast á við álit nýrrar framkvæmdastjórnar ESB. Aðildarviðræður heyra nú undir Austurríkismanninn Johannes Hahn, en athygli vekur að hans fyrsta verk í embætti er að heimsækja tvö önnur umsóknarríki, Serbíu og Svartfjallaland, í því skyni að halda aðildarviðræðum við þau áfram. Í þessu ljósi spurði fréttastofa nýjan framkvæmdastjóra aðildarviðræðna hvort sambandið væri einnig reiðubúið að halda viðræðum við Ísland áfram, svo fremi sem ríkisstjórn Íslands sýndi því áhuga. Sem kunnugt er hafa viðræður við Íslendinga legið niðri frá því í ársbyrjun 2013, en þeim hefur þó ekki verið slitið formlega. Svar nýja framkvæmdastjórans við fyrirspurn fréttastofu er mjög skýrt, hann segir ekki standa á ESB að hefja aðildarviðræður að nýju. „Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður að nýju er alfarið í höndum Íslendinga,“ segir Hahn. Því má velta fyrir sér hvort fjölmiðlar hafi oftúlkað orð Junckers um fimm ára stækkunarstopp. Embættismenn í stækkunardeild ESB, sem fréttastofa hefur rætt við, eru reyndar á einu máli um að Juncker hafi einfaldlega verið að lýsa yfir raunsæju mati á stöðu viðræðna við öll þau ríki sem sótt hafa um aðild, Ísland þar með talið. Í raun séu engar líkur til þess að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum og samþykkja inngöngu á skemmri tíma en 5 árum. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórn Íslands gefið mjög skýrt til kynna um að hún hyggðist ekki halda viðræðum áfram. Jafnvel þó breyting yrði á þeirri stefnu er afar ólíklegt að hægt yrði að ljúka erfiðustu viðræðuköflunum, svo sem fiskveiðum, á innan við tveimur árum. Í þriðja lagi: Ef svo ólíklega vildi til að hvort tveggja tækist, þá verður að hafa í huga að það tekur tvö til þrjú ár að undirrita sáttmála við nýtt aðildarríki og fá hann samþykktan í 28 þjóðþingum ESB. Niðurstaðan er því að Evrópusambandið er reiðubúið að halda aðildarviðræðum áfram og því mistúlkun ef íslenskir ráðamenn halda öðru fram. Engu að síður yrði Ísland varla aðili að sambandinu innan 5 ára, jafnvel þó viðræðum yrði framhaldið strax í dag.
Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira