„Helmingurinn af storminum er ekki kominn fram“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2014 18:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að umræða um álit umboðsmanns Alþingis um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjóra í lekamálinu geti skaðað ráðherrann enn frekar sama hver niðurstaðan verður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að boða ráðherrann á fund nefndarinnar þegar álitið liggur fyrir. Umboðsmaður Alþingis skilar áliti sínu vegna frumkvæðisathugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Stefáns Eiríkssonar fyrrverandi lögreglustjóra í næstu viku.Boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar„Það hefur þegar verið tekin um það ákvörðun að fá umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar til að skýra niðurstöður sínar. Enn fremur hefur verið tekin um það ákvörðun að innanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar til þess að svara spurningum nefndarmanna. Þetta liggur ljóst fyrir,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segist eiga von á því að þetta verði gert um leið og álit umboðsmanns liggur fyrir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað í vikunni að standa við bakið á Hönnu Birnu en þó er málum blandið varðandi afstöðu einstakra þingmanna. Talið er vega þungt að innanráðherra nýtur trausts forsætisráðherra til að sitja áfram en hann sagði í vikunni þegar í ljós kom að aðstoðarmaður hennar hefði sagt henni ósatt um lekann, sem hann játaði og var sakfelldur fyrir, að hún hefði á margan hátt „verið fórnarlamb í þessu máli." Stöð 2 hafði samband við þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að kanna hver staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur væri. Við skulum sjá hvað þeir hafa að segja en enginn þeirra vildi koma fram undir nafni. Sá fyrsti sem við ræddum við sagði: „Þetta er fyrst og fremst umræða eins og oft vill verða. Það er lélegt ástand á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. Það er ekkert fast í hendi með hugsanlegar breytingar.“ Annar sagði: „Þetta er búið að vera erfið vika en það var einhugur um stuðning við Hönnu Birnu í þingflokknum.“„Hennar ákvörðun“ Sá þriðji sagði: „Hún er með þingflokkinn á bak við sig og þetta er hennar ákvörðun, hvað hún vill vera lengi í þessum slag. Þetta er undir henni sjálfri komið.“ Fjórði þingmaður flokksins sem við ræddum við sagði eftirfarandi: „Við gáfum út stuðning við ráðherrann en þetta mjög þröng staða núna.“ „Ég stend við bakið á henni. Mér finnst einhugur um ráðherrann í þingflokknum,“ sagði sá fimmti. Sjötti þingmaðurinn sem við ræddum við sagði: „Ég ætla ekki að segja orð um stöðu innanríkisráðherrans að svo komnu máli.“ „Málið er ekki hálfnað. Helmingurinn af storminum er ekki kominn fram. Þetta álit á eftir að fara fyrir þingið og þá fyrst byrjar hamagangurinn,“ sagði sjöundi þingmaðurinn.„Staðan er viðkvæm“ Og sá áttundi: „Staða ráðherrans er mikilli óvissu háð og veltur á því hvað kemur í áliti umboðsmanns. Við vitum að stjórnarandstaðan hefur haldið í sér á meðan umboðsmaður er með málið.“ Níundi þingmaður flokksins sem við náðum í sagði: „Staðan er viðkvæm og ég vil ekki tjá mig um þetta. Þetta er allt í uppnámi.“ Enginn þingmanna flokksins sem náðist í lýsti þeirri skoðun að ráðherranum bæri að taka pokann sinn. Ummæli þingmannanna benda til þess að þeir styðji ráðherrann en hafi áhyggjur af umræðunni sem er framundan um álit umboðsmanns Alþingis. Tengdar fréttir Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25 Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11 Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20 Grafarþögn í ráðuneytinu Starfsmenn innanríkisráðuneytisins vilja ekkert tjá sig við blaðamenn um afstöðu sína, og svo virðist sem þeim hafi verið gert að þegja. 13. nóvember 2014 15:24 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti. 15. nóvember 2014 13:12 Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að umræða um álit umboðsmanns Alþingis um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjóra í lekamálinu geti skaðað ráðherrann enn frekar sama hver niðurstaðan verður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að boða ráðherrann á fund nefndarinnar þegar álitið liggur fyrir. Umboðsmaður Alþingis skilar áliti sínu vegna frumkvæðisathugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Stefáns Eiríkssonar fyrrverandi lögreglustjóra í næstu viku.Boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar„Það hefur þegar verið tekin um það ákvörðun að fá umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar til að skýra niðurstöður sínar. Enn fremur hefur verið tekin um það ákvörðun að innanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar til þess að svara spurningum nefndarmanna. Þetta liggur ljóst fyrir,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segist eiga von á því að þetta verði gert um leið og álit umboðsmanns liggur fyrir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað í vikunni að standa við bakið á Hönnu Birnu en þó er málum blandið varðandi afstöðu einstakra þingmanna. Talið er vega þungt að innanráðherra nýtur trausts forsætisráðherra til að sitja áfram en hann sagði í vikunni þegar í ljós kom að aðstoðarmaður hennar hefði sagt henni ósatt um lekann, sem hann játaði og var sakfelldur fyrir, að hún hefði á margan hátt „verið fórnarlamb í þessu máli." Stöð 2 hafði samband við þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að kanna hver staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur væri. Við skulum sjá hvað þeir hafa að segja en enginn þeirra vildi koma fram undir nafni. Sá fyrsti sem við ræddum við sagði: „Þetta er fyrst og fremst umræða eins og oft vill verða. Það er lélegt ástand á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. Það er ekkert fast í hendi með hugsanlegar breytingar.“ Annar sagði: „Þetta er búið að vera erfið vika en það var einhugur um stuðning við Hönnu Birnu í þingflokknum.“„Hennar ákvörðun“ Sá þriðji sagði: „Hún er með þingflokkinn á bak við sig og þetta er hennar ákvörðun, hvað hún vill vera lengi í þessum slag. Þetta er undir henni sjálfri komið.“ Fjórði þingmaður flokksins sem við ræddum við sagði eftirfarandi: „Við gáfum út stuðning við ráðherrann en þetta mjög þröng staða núna.“ „Ég stend við bakið á henni. Mér finnst einhugur um ráðherrann í þingflokknum,“ sagði sá fimmti. Sjötti þingmaðurinn sem við ræddum við sagði: „Ég ætla ekki að segja orð um stöðu innanríkisráðherrans að svo komnu máli.“ „Málið er ekki hálfnað. Helmingurinn af storminum er ekki kominn fram. Þetta álit á eftir að fara fyrir þingið og þá fyrst byrjar hamagangurinn,“ sagði sjöundi þingmaðurinn.„Staðan er viðkvæm“ Og sá áttundi: „Staða ráðherrans er mikilli óvissu háð og veltur á því hvað kemur í áliti umboðsmanns. Við vitum að stjórnarandstaðan hefur haldið í sér á meðan umboðsmaður er með málið.“ Níundi þingmaður flokksins sem við náðum í sagði: „Staðan er viðkvæm og ég vil ekki tjá mig um þetta. Þetta er allt í uppnámi.“ Enginn þingmanna flokksins sem náðist í lýsti þeirri skoðun að ráðherranum bæri að taka pokann sinn. Ummæli þingmannanna benda til þess að þeir styðji ráðherrann en hafi áhyggjur af umræðunni sem er framundan um álit umboðsmanns Alþingis.
Tengdar fréttir Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04 Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34 Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25 Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11 Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20 Grafarþögn í ráðuneytinu Starfsmenn innanríkisráðuneytisins vilja ekkert tjá sig við blaðamenn um afstöðu sína, og svo virðist sem þeim hafi verið gert að þegja. 13. nóvember 2014 15:24 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti. 15. nóvember 2014 13:12 Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Svona var atburðarásin í lekamálinu Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. 12. nóvember 2014 12:04
Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21
Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í samtali við fréttastofu að víðtækur stuðningur við ráðherrann væri innan þingflokksins. 12. nóvember 2014 15:34
Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. 12. nóvember 2014 13:25
Vonar að starfsmönnum sé létt eftir fund með Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, boðaði til starfsmannafundar í ráðuneytinu í dag. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við Vísi að ráðherra hafi viljað skýra málin fyrir samstarfsfólki sínu. 12. nóvember 2014 20:11
Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Vararíkissaksóknari segir samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra vegna rannsóknar lekamálsins óheppileg. 15. nóvember 2014 18:20
Grafarþögn í ráðuneytinu Starfsmenn innanríkisráðuneytisins vilja ekkert tjá sig við blaðamenn um afstöðu sína, og svo virðist sem þeim hafi verið gert að þegja. 13. nóvember 2014 15:24
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti. 15. nóvember 2014 13:12
Meirihluti landsmanna vill að Hanna Birna segi af sér Fjórðungur kjósenda Sjálfstæðsflokksins vill að ráðherrann víki. 14. nóvember 2014 19:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði