Rottueitur á víðavangi: „Hvað ef barn hefði komist í þetta?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:15 Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira
Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Sjá meira