Lækkun olíuverðs skilar sér ekki til íslenskra neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2014 20:03 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár en þessi lækkun virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda. Framkvæmdastjóri FÍB segir að svo virðist sem hún hafi runnið í vasa hluthafa olíufélaganna. Þetta hér (sjá myndskeið með frétt) sýnir lækkun heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu sem er sú sem Íslendingar flytja inn og selja í eldsneyti. Tunna af Brent-olíunni kostar núna 77 dollara og er á sama verði og í nóvember fyrir réttum fjórum árum. Við skulum núna sjá þróun bensínverðs á Íslandi. Eins og sést hefur bensínverðið ekki lækkað í réttu hlutfalli við lækkun hráolíuverðs. Og maður veltir fyrir sér ástæðunni? Gætu það verið gengisáhrifin? Við skulum þá kíkja á stöðu Bandaríkjadollars gagnvart krónu á þessu sama tímabili. Og þá kemur í ljós, að verðsveiflur dollars gagnvart krónu hafa verið óverulegar. Dollarinn kostaði 112 krónur í 16. nóvember 2010 en kostar 124 krónur núna. Þögult samráð?Kunnum við einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi lækkun hefur ekki skilað sér til neytenda? „Því miður er þetta þróun sem við höfum séð áður. Olíufélögin virðast vera fljótari að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar og sitja lengur á lækkunum. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna þá eru menn að halda í sér bara til að græða fleiri krónur,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Lækkunin rennur þá bara beint í vasa hluthafa olíufélaganna? „Það liggur í hlutarins eðli. Auðvitað er það þannig að þetta er fákeppnismarkaður þannig að aðhaldið frá markaðnum sjálfum er ekki sem skyldi.Óttist þið að það sé þögult samráð á bensínmarkaði á Íslandi? „Það hefur stundum verið sagt að það þurfi ekkert að hittast í Öskjuhlíðinni. Það má segja að verðþróunin sýni stundum að menn eru að framkvæma sömu hlutina og það er einhver sem virðist leiða og hinir elta,“ segir Runólfur. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur ekki verið lægra í fjögur ár en þessi lækkun virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda. Framkvæmdastjóri FÍB segir að svo virðist sem hún hafi runnið í vasa hluthafa olíufélaganna. Þetta hér (sjá myndskeið með frétt) sýnir lækkun heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu sem er sú sem Íslendingar flytja inn og selja í eldsneyti. Tunna af Brent-olíunni kostar núna 77 dollara og er á sama verði og í nóvember fyrir réttum fjórum árum. Við skulum núna sjá þróun bensínverðs á Íslandi. Eins og sést hefur bensínverðið ekki lækkað í réttu hlutfalli við lækkun hráolíuverðs. Og maður veltir fyrir sér ástæðunni? Gætu það verið gengisáhrifin? Við skulum þá kíkja á stöðu Bandaríkjadollars gagnvart krónu á þessu sama tímabili. Og þá kemur í ljós, að verðsveiflur dollars gagnvart krónu hafa verið óverulegar. Dollarinn kostaði 112 krónur í 16. nóvember 2010 en kostar 124 krónur núna. Þögult samráð?Kunnum við einhverjar skýringar á því hvers vegna þessi lækkun hefur ekki skilað sér til neytenda? „Því miður er þetta þróun sem við höfum séð áður. Olíufélögin virðast vera fljótari að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar og sitja lengur á lækkunum. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna þá eru menn að halda í sér bara til að græða fleiri krónur,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.Lækkunin rennur þá bara beint í vasa hluthafa olíufélaganna? „Það liggur í hlutarins eðli. Auðvitað er það þannig að þetta er fákeppnismarkaður þannig að aðhaldið frá markaðnum sjálfum er ekki sem skyldi.Óttist þið að það sé þögult samráð á bensínmarkaði á Íslandi? „Það hefur stundum verið sagt að það þurfi ekkert að hittast í Öskjuhlíðinni. Það má segja að verðþróunin sýni stundum að menn eru að framkvæma sömu hlutina og það er einhver sem virðist leiða og hinir elta,“ segir Runólfur.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði