Pollapönk söng af stað Jólapeysuátakið Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 15:53 Hér má sjá meðlimi Pollapönks taka létt dansspor ásamt Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðarbæjar. vísir/pjetur Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var formlega ýtt úr vör í dag á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ. Í ár er safnað fyrir Vináttu, forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Meðlimir Pollapönks tóku lagið með krökkunum á leikskólanum, þar sem Vináttu-verkefnið er í notkun. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, lét ekki sitt eftir liggja og Erna Reynisdóttir, ýtti svo verkefninu formlega úr vör. Gunnar tilkynnti við þetta tækifæri að hann hefði ákveðið að taka áskorun um að fara í jólapeysu í hot jóga, safnist nægilega mikið í áheitum á hann. Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is. Þar geta einstaklingar og hópar skráð sig til leiks, fundið upp á áskorunum og hvatt vini og vandamenn til að heita á sig. ,,Markmið okkar er að bjóða öllum leikskólum á landinu þátttöku í Vináttuverkefninu og vinna þannig að því að einelti fái ekki jarðveg í samskiptum hjá kynslóðinni sem er að vaxa upp. Þannig getum við byrgt brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, en hún hvetur alla til að leggja baráttunni gegn einelti lið með því að taka þátt í söfnuninni. Nokkrir vaskir einstaklingar hafa þegar tekið áskorunum og ætla að gera ýmislegt sem er aðeins, eða jafnvel nokkuð mikið, út fyrir þægindaramma þeirra. Allt frá því að fara á skauta í jólapeysu, til þess að labba aftur á bak upp Esjuna, eins og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, ætlar að gera. Hér má sjá myndskeið þar sem þessir einstaklingar lýsa því sem þeir ætla að gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var formlega ýtt úr vör í dag á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ. Í ár er safnað fyrir Vináttu, forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Meðlimir Pollapönks tóku lagið með krökkunum á leikskólanum, þar sem Vináttu-verkefnið er í notkun. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, lét ekki sitt eftir liggja og Erna Reynisdóttir, ýtti svo verkefninu formlega úr vör. Gunnar tilkynnti við þetta tækifæri að hann hefði ákveðið að taka áskorun um að fara í jólapeysu í hot jóga, safnist nægilega mikið í áheitum á hann. Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is. Þar geta einstaklingar og hópar skráð sig til leiks, fundið upp á áskorunum og hvatt vini og vandamenn til að heita á sig. ,,Markmið okkar er að bjóða öllum leikskólum á landinu þátttöku í Vináttuverkefninu og vinna þannig að því að einelti fái ekki jarðveg í samskiptum hjá kynslóðinni sem er að vaxa upp. Þannig getum við byrgt brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, en hún hvetur alla til að leggja baráttunni gegn einelti lið með því að taka þátt í söfnuninni. Nokkrir vaskir einstaklingar hafa þegar tekið áskorunum og ætla að gera ýmislegt sem er aðeins, eða jafnvel nokkuð mikið, út fyrir þægindaramma þeirra. Allt frá því að fara á skauta í jólapeysu, til þess að labba aftur á bak upp Esjuna, eins og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, ætlar að gera. Hér má sjá myndskeið þar sem þessir einstaklingar lýsa því sem þeir ætla að gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira