Flugfarþegar horfa beint ofan í eldspúandi gíginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2014 19:30 Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna. Bárðarbunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna.
Bárðarbunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira