Krefst þess að Assange komi í héraðsdóm og beri vitni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 15:13 Sigurður er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fé með því að þykjast vera Julian Assange. Vísir / Getty Images Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira