Hvalfjarðargöngin opin á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 09:56 Frá framkvæmdunum um helgina. Vísir/Valli Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngunum gekk samkvæmt áætlun um helgina og var opnað fyrir umferð um göngin á nýjan leik klukkan sex í morgun. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir á heimasíðu eignarhaldsfélagsins að verkið hafi sóst vel. Strax og göngunum hafði verið lokað a föstudagskvöld hófu verktakar vinnu við að fræsa upp slitlag í syðri hluta ganganna, sem var svo malbikaður í kjölfarið. Að því loknu var slitlagið fræst upp að norðanverðu og malbikunarframkvæmdir settar af stað. Önnur akrein gangnanna var malbikuð í þessari umferð en síðari hluti verksins verður unninn á næsta ári. Gylfi segir mikla skipulagningu liggja að baki framkvæmd sem þessari enda hafi fjölmargir aðilar komið að framkvæmdunum, ekki aðeins í göngunum sjálfum heldur einnig við gjaldskýlið. Þá hafi lokunin verið nýtt til þess að sinna ýmsu viðhaldi og endurbótum, sem lúta að öryggi vegfarenda. „Þetta var eina helgin þar sem hægt var að stilla saman strengi allra þeirra sem að þessu þurftu að koma,“ segir Gylfi. Á þriðja tug flutningabíla hefur verið stöðugt á ferðinni með malbikskurl úr fræsingunni úr göngunum og nýtt malbik til að leggja ofan á. Auk þeirra hefur fjöldi annarra þjónustubifreiða og tækja verið á ferli í og við göngin og áætlar Gylfi að um 60 manns hafi komið að framkvæmdunum þegar mest var. Þetta er fyrsta malbikunin í göngunum frá því þau voru opnuð 1998. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að slitlagið entist í 6-8 ár í besta falli en reyndin hefur orðið önnur og betri. Þrátt fyrir lokun ganganna fyrir amennri umferð var séð til þess um helgina að bílar í neyðarakstri (sjúkralið, slökkvilið og lögregla) hafi komist um göngin á framkvæmdatímanum. Tengdar fréttir Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59 Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngunum gekk samkvæmt áætlun um helgina og var opnað fyrir umferð um göngin á nýjan leik klukkan sex í morgun. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir á heimasíðu eignarhaldsfélagsins að verkið hafi sóst vel. Strax og göngunum hafði verið lokað a föstudagskvöld hófu verktakar vinnu við að fræsa upp slitlag í syðri hluta ganganna, sem var svo malbikaður í kjölfarið. Að því loknu var slitlagið fræst upp að norðanverðu og malbikunarframkvæmdir settar af stað. Önnur akrein gangnanna var malbikuð í þessari umferð en síðari hluti verksins verður unninn á næsta ári. Gylfi segir mikla skipulagningu liggja að baki framkvæmd sem þessari enda hafi fjölmargir aðilar komið að framkvæmdunum, ekki aðeins í göngunum sjálfum heldur einnig við gjaldskýlið. Þá hafi lokunin verið nýtt til þess að sinna ýmsu viðhaldi og endurbótum, sem lúta að öryggi vegfarenda. „Þetta var eina helgin þar sem hægt var að stilla saman strengi allra þeirra sem að þessu þurftu að koma,“ segir Gylfi. Á þriðja tug flutningabíla hefur verið stöðugt á ferðinni með malbikskurl úr fræsingunni úr göngunum og nýtt malbik til að leggja ofan á. Auk þeirra hefur fjöldi annarra þjónustubifreiða og tækja verið á ferli í og við göngin og áætlar Gylfi að um 60 manns hafi komið að framkvæmdunum þegar mest var. Þetta er fyrsta malbikunin í göngunum frá því þau voru opnuð 1998. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að slitlagið entist í 6-8 ár í besta falli en reyndin hefur orðið önnur og betri. Þrátt fyrir lokun ganganna fyrir amennri umferð var séð til þess um helgina að bílar í neyðarakstri (sjúkralið, slökkvilið og lögregla) hafi komist um göngin á framkvæmdatímanum.
Tengdar fréttir Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59 Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59
Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00