Lífið

Tortímandinn er þrítugur í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Í dag eru liðin 30 ár frá því að kvikmyndin um Tortímandann var sýnd í bíósölum í Bandaríkjunum. Af tilefni þess þakkaði Arnold Schwarzenegger aðdáendum þeirrar myndar og seríunnar allrar fyrir.

„Ástæða þess að serían hefur verið svo árangursrík eru þið, aðdáendurnir. Því vil ég segja takk fyrir tryggð ykkar og stuðning. Fyrir mig sem leikara var frábært að leika vél,“ segir Arnold í myndbandinu. Þá verður auga hans rautt, eins og þekkist úr myndunum.

Framleiðsla nýrrar myndar þar sem Arnold stígur aftur í skref T-800 tortímandans er nú byrjuð og heitir myndin: Terminator: Genisys. Þar leikur breska leikkonan Emilia Clarke, sem flestir kannast við úr Game of Thrones, Söru Connor.

Arnold þakkar fyrir sig
Trailer Um gerð myndarinnar Þemalag myndarinnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×