Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á fyrrum sambýliskonu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rannsókn lögreglu á málinu er á lokastigi og er maðurinn grunaður um brot sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi.
Rannsókn lögreglu á málinu er á lokastigi og er maðurinn grunaður um brot sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Vísir/GVA
Maður sem grunaður er um að hafa ráðist á fyrrum sambýliskonu sína mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi, eða til 7. nóvember næstkomandi. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðastliðinn mánuð vegna rannsóknarhagsmuna.

Manninum var gefið að sök að hafa hent skiptilykli í gegnum rúðu á svefnherbergi fyrrum sambýliskonu sinnar. Í kjölfarið á hann að hafa reynt að keyra á hana í bíl sínum. Konan er sannfærð um að maðurinn hafi ætlað að drepa sig.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms að við yfirheyrslur hafi maðurinn játað að hafa hent skiptilykli inn um rúðu konunnar. Einnig sagðist hann við yfirheyrslur kannast við að hafa reynt að keyra á hana en gat ekki útskýrt hvers vegna hann gerði það.

Rannsókn lögreglu á málinu er á lokastigi og er maðurinn grunaður um brot sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Maðurinn verður því áfram í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.


Tengdar fréttir

Reyndi að keyra á fyrrverandi sambýliskonu

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem gefið er að sök að hafa hent skiptilykli í gegnum rúðu á svefnherbergi fyrrum sambýliskonu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×