Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 16:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Hirti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum. Mynd/Reykjavíkurborg Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira