40 ár síðan Jón Oddur og Jón Bjarni kom út Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:45 Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún. Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún.
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira