Gert að grafa upp hund sinn og fjarlægja leiðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 22:39 Ármanni þótti vænt um hundinn sinn og útbjó lítið leiði eftir að dýrið varð fyrir bíl og dó. Mynd/Ármann Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira