Innlent

Mengun frá gosi líkleg á höfuðborgarsvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík. Vísir/Egill

Gasmengun mun í dag og á morgun berast frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar samkvæmt Veðurstofunni og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á.

Á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs og annarra efna. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni en sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma.

Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu. Styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) er hægt að skoða í loftgæðafarstöð II, sem nú er staðsett við Norðlingabraut 5 og loftgæðamælistöðinni við Grensásveg.

Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð við Grundartanga var klukkan 14:45 um 800 míkrógrömm á rúmmetra og er líklegt að gildi geti farið í sambærilegan styrk í Reykjavík.

Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra og er fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.