„Sá sem gerði þetta á skilið að sjást“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 09:12 Frá Friðlandinu að fjallabaki. Vísir/Vilhelm Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson. Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson.
Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels