Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2014 16:00 Bíllinn hefur skilið eftir sig djúp för í landinu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00