Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2014 07:00 Grafík/Garðar-Svavar Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar. Bárðarbunga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar.
Bárðarbunga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira