Innlent

Enn lendir stór flugvél í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirhershöfðinginn lenti á Reykjavíkurflugvelli um 10 leytið í morgun.
Yfirhershöfðinginn lenti á Reykjavíkurflugvelli um 10 leytið í morgun. Vísir/Valli
Vél á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 í morgun en í henni var yfirhershöfðingi herafla bandalagsins.

Stórar flugvélar hafa verið tíðir gestir á Reykjavíkurflugvelli í vikunni, en um hádegisbil á mánudag lenti Airbus-vél færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og um kvöld sama dag lenti vél bandaríska flughersins sem er sú stærsta sem lent hefur á Reykjavíkurflugvelli.

Mynd/Utanríkisráðuneytið
.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með yfirhershöfðingjanum Philip M. Breedlove í Stjórnarráðshúsinu í dag þar sem þeir ræddu meðal annars málefni nýliðins leiðtogafundar bandalagsins í Wales. Þar á meðal staða mála í Úkraínu og viðbúnaður bandalagsins í austanverðri Evrópu.

„Einnig var ástandið í Sýrlandi og Írak til umræðu og þá ræddi ráðherra þróun mála á norðurslóðum við yfirhershöfðingjann,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Breedlove átti einnig fund með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Nú síðdegis mun Breedlove svo kynna sér aðstæður og varnartengda starfsemi á Keflavíkurflugvelli.

Breedlove lenti í vél á vegum NATO á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 í morgun og mun halda af landi brott síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×