Innlent

Mótorkrosshjólið er fundið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Feðgarnir Helgi Magnús og Smári
Feðgarnir Helgi Magnús og Smári Vísir/PJETUR
„Já, hjólið er fundið,“ segir Smári Magnússon, faðir Helga Magnúsar Smárasonar en mótorkrosshjóli drengsins var stolið, eins og Vísir greindi frá í dag.

Smári var skýjum ofar þegar Vísir náði tali af honum enda mjög ánægður með að hjólið hafi fundist.

„Ekkert sást á hjólinu og því gat þetta ekki farið betur. Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í allan dag en hjólið fannst í Elliðaárdalnum,“ segir Smári. „Það eru alveg ótrúlega margir búnir að taka þátt í leitinni og ég get ekki þakkað þeim sem hjálpuðu okkur nóg,“ bætir hann við. Feðgarnir geta því tekið gleði sína á ný og Helgi haldið áfram að æfa sig á hjólinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×