Þarf aðeins tvö atkvæði til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 11:19 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira