Þarf aðeins tvö atkvæði til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 11:19 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira