Innlent

HÍ lýsir yfir þungum áhyggjum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. vísir/anton brink
Háskólaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af áframhaldandi óviðunandi rekstrarumhverfi skólans miðað við áætluð fjárframlög í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðinu. Þar segir að hækka þurfi fjárframlög vegna kennslu um fjögur hundruð og fjörutíu milljónir til að hún standi undir kostnaði. Þá er bent á í yfirlýsingunni að hækkun skrásetningargjalds við skólann á síðasta ári, úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur hafi aðeins að litlu leyti skilað sér til skólans.

„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að fylgt verði ákvæðum samnings um Aldarafmælissjóð HÍ varðandi stefnumótun um fjármögnun til ársins 2020. Vinna við stefnu um fjármögnun 2015-2020 átti skv. samningnum að hefjast á haustmisseri 2013. Háskólaráð leggur ríka áherslu á að ekki verði frekari tafir á að viðræður hefjist,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×