Innlent

Par grunað um líkamsárás

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólkið var allt mjög ölvað að sögn lögreglu.
Fólkið var allt mjög ölvað að sögn lögreglu. visir/vilhelm
Par var handtekið í íbúðarhúsi við Laugaveg í nótt grunað um líkamsáras. Sá sem fyrir árásinni varð er með höfuðáverka og mikla blæðingu.

Fólkið var allt mjög ölvað að sögn lögreglu. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Konan og maðurinn voru vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Ef gluggað er í dagbækur lögreglu kemur eitt og annað uppúr dúrnum, svo sem það að ölvaður og ósjálfbjarga maður í stigagangi við Laugaveg var handtekinn. Maðurinn ekki skráður á viðkomandi stað og var hann færður í fangageymslu þar sem hann mun sofa úr sér áfengisvímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×