Innlent

Líkur á norðurljósum í kvöld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Norðurljósaspá Veðurstofunnar er góð fyrir kvöldið.
Norðurljósaspá Veðurstofunnar er góð fyrir kvöldið. Vísir/Vilhelm
Töluverðar líkur eru á að landsmenn fái að njóta norðurljósa í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og norðurljósaspá þeirra eru mestar líkur á að sjá norðurljósin á Vestfjörðum og Norðurlandi.

 

Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu einnig haft heppnina með sér eitthvað fram eftir kvöldi en það fer þó eftir því hversu hratt mun þykkna upp á suðvesturhorninu.   

Norðurljósaspá Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×