Kviknað í Hvalasýningunni Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 16:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag vegna elds sem kviknaði í líkani á Hvalasýningunni á Granda. Allt tiltækt lið slökkviliðs auk lögreglu og sjúkrabíl var sent á vettvang. Eldur var aldrei sjáanlegur að utan en hins vegar lagði mikinn svartan og eitraðan reyk frá húsnæðinu ásamt mikillri og vondri lykt. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsið.Uppfært 16:40 Fyrst var talað um Hvalasafn í fréttinni, en um er að ræða Hvalasýningu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Talið er að eldurinn hafi kviknað í einu hvalalíkani, en slökkvistarf gengur vel. Úðarakerfi er í húsinu sem fór ekki sjálft í gang og slökkviliðsmenn þurftu að setja það sjálfir í gang.Uppfært 16:48 Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að slökkva eldinn og að það hafi gengið vel. Hins vegar muni taka tíma að reykræsta, enda sé hátt til lofts og reykurinn sé kolsvartur og baneitraður. Hann telur að um töluvert tjón sé að ræða, enda geri reykurinn allt kolsvart í húsnæðinu. Eldsupptök eru ókunn en iðnaðarmenn voru við störf í húsnæðinu við að setja sýninguna upp þegar eldurinn kom upp. Getgátur eru uppi um að eldurinn hafi kviknað út frá rafsuðu, en það er ekki ljóst. Tveir iðnaðarmenn voru sendir í læknisskoðun eftir brunann. Til stóð að sýningin yrði opnuð á fimmtudaginn.Uppfært 17:10 Af þeim 23 hvalalíkönum sem sýna átti í húsinu, var búið að setja upp 22. Eldurinn kviknaði í síðasta líkaninu eftir margra mánuða undirbúning. Slökkviliðsmenn eru nú búnir að rjúfa þak hússins til að hjálpa til við reykræstingu.Vísir/ÓlöfVísir/TumiVísir/Tumi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í dag vegna elds sem kviknaði í líkani á Hvalasýningunni á Granda. Allt tiltækt lið slökkviliðs auk lögreglu og sjúkrabíl var sent á vettvang. Eldur var aldrei sjáanlegur að utan en hins vegar lagði mikinn svartan og eitraðan reyk frá húsnæðinu ásamt mikillri og vondri lykt. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsið.Uppfært 16:40 Fyrst var talað um Hvalasafn í fréttinni, en um er að ræða Hvalasýningu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Talið er að eldurinn hafi kviknað í einu hvalalíkani, en slökkvistarf gengur vel. Úðarakerfi er í húsinu sem fór ekki sjálft í gang og slökkviliðsmenn þurftu að setja það sjálfir í gang.Uppfært 16:48 Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að slökkva eldinn og að það hafi gengið vel. Hins vegar muni taka tíma að reykræsta, enda sé hátt til lofts og reykurinn sé kolsvartur og baneitraður. Hann telur að um töluvert tjón sé að ræða, enda geri reykurinn allt kolsvart í húsnæðinu. Eldsupptök eru ókunn en iðnaðarmenn voru við störf í húsnæðinu við að setja sýninguna upp þegar eldurinn kom upp. Getgátur eru uppi um að eldurinn hafi kviknað út frá rafsuðu, en það er ekki ljóst. Tveir iðnaðarmenn voru sendir í læknisskoðun eftir brunann. Til stóð að sýningin yrði opnuð á fimmtudaginn.Uppfært 17:10 Af þeim 23 hvalalíkönum sem sýna átti í húsinu, var búið að setja upp 22. Eldurinn kviknaði í síðasta líkaninu eftir margra mánuða undirbúning. Slökkviliðsmenn eru nú búnir að rjúfa þak hússins til að hjálpa til við reykræstingu.Vísir/ÓlöfVísir/TumiVísir/Tumi
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira