Skattalækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2014 13:47 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Lekamálið Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lekamálið Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira