Strákarnir á Ægi náðu markmiðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2014 10:26 Strákarnir í RoboSub-liði HR. Mynd/Facebook-síða liðsins. Nemendur við Háskólann í Reykjavík komust í úrslit og höfnuðu í 6. sæti alþjóðlegu kafbátakeppninnar RoboSub í San Diego í Bandaríkjunum nýlega. Liðið keppti með kafbátinn Ægi í úrslitum. Í keppninni, sem haldin er árlega, leysa kafbátar liðanna þrautir sem felast til dæmis í að komast í gegnum hlið, sleppa hlutum í fötur á botni laugar, elta uppi hljóðgjafa, finna rétta bauju og skjóta pílu í rétt skotmark. Kafbátarnir þurfa að vera algjörlega sjálfráða sem þýðir að ekki má hafa nein samskipti við bátana á meðan þeir leysa þrautirnar. Alls tóku 39 lið þátt í keppninni í ár og komu þau víðsvegar að úr heiminum. Sigurvegari þetta árið var Cornell University í New York fylki en sá skóli sigraði einnig í keppninni í fyrra.Með nýju stjórnkerfi Þetta er í fjórða skipti sem HR tekur þátt í Robosub. Nemendur í keppnisliðinu koma úr tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Kafbáturinn Ægir notar tvær myndavélar, þrjá hljóðnema, hröðunarnema, gýró, þrýstinema og seguláttavita til þess að skynja umhverfi sitt og sex mótora til þess að stýra sér. Í ár var ytra byrði kafbátsins endursmíðað og var tillit tekið til betri stýringar og aðgengi að rafmagnsbúnaði og rafhlöðum. Stjórnkerfi kafbátsins var einnig endurforritað og myndgreiningarhugbúnaður þróaður áfram. Einnig var hannað nýtt hljóðkerfi. Stefán Freyr Stefánsson, aðstoðarkennari við tækni- og verkfræðideild, segir liðið hafa náð markmiðum sínum. „Við náðum markmiðunum og það er flottur árangur að vera í 6. sæti af 39 liðum.“ Lið HR skipuðu þeir Emil Már Einarsson, Ásgeir Jónasson, Sveinn Elmar Magnússon, Úlfar Karl Arnórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðjón Einar Magnússon, Ingvi Steinn Ólafsson, Sævar Steinn Hilmarsson, Arnar Ingi Halldórsson og Þór Tómasarson. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu liðsins. Post by Reykjavik University AUV. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nemendur við Háskólann í Reykjavík komust í úrslit og höfnuðu í 6. sæti alþjóðlegu kafbátakeppninnar RoboSub í San Diego í Bandaríkjunum nýlega. Liðið keppti með kafbátinn Ægi í úrslitum. Í keppninni, sem haldin er árlega, leysa kafbátar liðanna þrautir sem felast til dæmis í að komast í gegnum hlið, sleppa hlutum í fötur á botni laugar, elta uppi hljóðgjafa, finna rétta bauju og skjóta pílu í rétt skotmark. Kafbátarnir þurfa að vera algjörlega sjálfráða sem þýðir að ekki má hafa nein samskipti við bátana á meðan þeir leysa þrautirnar. Alls tóku 39 lið þátt í keppninni í ár og komu þau víðsvegar að úr heiminum. Sigurvegari þetta árið var Cornell University í New York fylki en sá skóli sigraði einnig í keppninni í fyrra.Með nýju stjórnkerfi Þetta er í fjórða skipti sem HR tekur þátt í Robosub. Nemendur í keppnisliðinu koma úr tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Kafbáturinn Ægir notar tvær myndavélar, þrjá hljóðnema, hröðunarnema, gýró, þrýstinema og seguláttavita til þess að skynja umhverfi sitt og sex mótora til þess að stýra sér. Í ár var ytra byrði kafbátsins endursmíðað og var tillit tekið til betri stýringar og aðgengi að rafmagnsbúnaði og rafhlöðum. Stjórnkerfi kafbátsins var einnig endurforritað og myndgreiningarhugbúnaður þróaður áfram. Einnig var hannað nýtt hljóðkerfi. Stefán Freyr Stefánsson, aðstoðarkennari við tækni- og verkfræðideild, segir liðið hafa náð markmiðum sínum. „Við náðum markmiðunum og það er flottur árangur að vera í 6. sæti af 39 liðum.“ Lið HR skipuðu þeir Emil Már Einarsson, Ásgeir Jónasson, Sveinn Elmar Magnússon, Úlfar Karl Arnórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðjón Einar Magnússon, Ingvi Steinn Ólafsson, Sævar Steinn Hilmarsson, Arnar Ingi Halldórsson og Þór Tómasarson. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu liðsins. Post by Reykjavik University AUV.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira