Innlent

Á fjórða hundrað í tölvuham í HR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá keppninni um helgina.
Frá keppninni um helgina. Mynd/Nörd Norðusins/Skúli Þór og Þrándur
Liðið Tölvutek Black hafði sigur á League of Legends móti HRingsins í ár. Á fjórða hundrað tölvuleikjaáhugamanna kepptu í mótinu í húsakynnum Háskólans í Reykjavík en mótið var á vegum Tvíundar, nemendafélags tölvunarfræðinema í HR. Keppni hófst á föstudag og lauk í gærkvöldi.

Tölvutek Black mætti liði Rúmfatalagersins í úrslitaviðureign mótsins þar sem keppt var eftir því fyrirkomulagi að það lið sem fyrst vann þrjá leiki hafði sigur. Tölvutek Black vann fyrstu tvo leiki viðureignarinnar með mjög djarfri og ákafri spilun og leit því strax út fyrir að þeir myndu sigra Rúmfatalagerinn sannfærandi að því er fram kemur í umfjöllun hjá Nördi Norðursins.

Mynd/Nörd Norðusins/Skúli Þór og Þrándur
Rúmfatalagerinn sneri vörn í sókn, vann sigur í þriðja leiknum sem reyndist sá eini sem Tölvutek tapaði á öllu mótinu. Í fjórða leiknum gaf Tölvutek Black ekkert eftir og náði þó nokkru forskoti á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum var forskot Tölvuteks orðið það mikið að Rúmfatalagerinn gat enga björg sér veitt. Lið Tölvuteks vann því úrslitaviðureignina með 3-1 sigri, og er því sigurvegari League of Legends móts HRingsins 2014.

Þeir Skúli Þór og Þrándur hjá Nördum Norðursins tóku meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Nörda Norðursins.

Gangar Háskólans í Reykjavík voru troðfullir um helgina.Mynd/Nörd Norðusins/Skúli Þór og ÞrándurFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.