Innlent

Umferðarlagabrotum fækkaði um 45 % í júlí

Bjarki Ármannsson skrifar
Þrenns konar brotum fjölgaði hjá embættinu í júlí.
Þrenns konar brotum fjölgaði hjá embættinu í júlí. Vísir/Anton
Ofbeldisbrotum, hegningarlagabrotum, þjófnuðum og kynferðisbrotum sem tilkynnt eru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkaði öllum í júlí síðastliðnum miðað við á meðaltal síðustu þriggja mánaða. Mest fækkaði þó umferðarlagabrotum, um 45 prósent frá síðustu mánuðum.

Þetta kemur fram í samantekt á afbrotatölfræði embættisins fyrir síðasta mánuð. Þrenns konar brotum fjölgaði í júlí, innbrotum, eignarspjöllum og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Brotum í síðastnefndum flokki fjölgaði um heil sextíu prósent samkvæmt samantektinni en átta tilvik voru skráð í júlí þar sem lögregla var beitt ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×