Innlent

Lögreglan í Reykjavík leitaði barns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá leikvellinum við Ísaksskóla.
Frá leikvellinum við Ísaksskóla. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar barns sem tilkynnt var að hefði fallið úr klifurgrind við Ísaksskóla á öðrum tímanum í dag. Áhyggjufullur borgari taldi að barnið væri mögulega illa slasað.

Tveir lögreglumenn leituðu barnsins við Ísaksskóla um klukkan hálf tvö í dag en leitin bar engan árangur. Fulltrúi lögreglunnar segir í samtali við Vísi að líklega hafi slysið ekki verið jafnalvarlegt og talið var í fyrstu. Ekki yrði leitað frekar að barninu að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×