Innlent

„Sjáðu jökulinn loga“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
"Sjáðu jökulinn loga," skrifaði ljósmyndarinn með þessari mynd.
"Sjáðu jökulinn loga," skrifaði ljósmyndarinn með þessari mynd. Mynd/Alexandra Björk.
Fyrr í dag birti Vísir nokkrar myndir af sólarlaginu í gærkvöldi og skoraði á lesendur að senda inn fleiri myndir. Lesendur tóku heldur betur vel í áskorunina og hefur talsverður fjöldi mynda borist. 

„Sjáðu jökulinn loga,“ skrifaði ljósmyndarinn Alexandra Björk með sinni mynd sem var tekin á Akranesi og sýnir Snæfellsjökul í gærkvöldi. Þá mynd má sjá hér að ofan.

Hér að neðan má sjá nokkrar þeirra, en eins og kemur fram í myndatexta eru þær teknar í hinum ýmsu sveitarfélögum.

Lesendur geta enn sent inn myndir á netfangið ritstjorn@visir.is

Sólarlagið séð frá Vatnsenda.Mynd/Erna Gunnarsdóttir
Þessi mynd var tekin í Goðheimum í gærkvöldi. Litirnir svo sannarlega fallegir.Mynd/Agla Ragna Úlfarsdóttir
Þessi er tekin í Salahverfinu í Kópavogi.Mynd/Þráinn Sigurjónsson
Þessi var tekin í Grafarvogi í gærkvöldi.Mynd/Óli Jón Jónsson
Sólarlagið á Akranesi í gærkvöldi. Einstaklega fallegt.Mynd/Bergþóra Andrésdóttir
Sólsetrið séð frá bökkum Ölfusár.Mynd/Örn Óskarsson
Sólsetrið í Skerjafirðinum.Mynd/Gunnar Snorri Þorvarðarson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×