Innlent

Keyrði allsgáður á kyrrstæða bíla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Eskivöllum í gær.
Frá Eskivöllum í gær. Vísir/HG
Ökumaður í Hafnarfirði virðist hafa misreiknað sig nokkuð hressilega á bílastæði við Eskivelli á sjötta tímanum í gær. Tókst honum að aka af svo miklum krafti á kyrrstæða hvíta Toyotu Corollu að bíllinn skall utan í systur sína, Yaris, í sama lit.

Lögregla var kölluð á staðinn og var ekið á brott með ökumanninn sem var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Hann reyndist hins vegar allsgáður við nánari skoðun og var sleppt að lokinni skýrslutöku. Einfaldlega var um klaufaleg mistök af hans hálfu að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×