Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. ágúst 2014 16:37 Hér má sjá merki sveitarinnar í litum Gay Pride hátíðarinnar og þar við hliðina á færsluna sem fylgdi með. Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira
Níutíu manns hafa hætt að fylgja Skálmöld á Facebook, eftir helgina og rekja hljómsveitarmeðlimir það til stuðningsyfirlýsingar við samkynhneigða sem birtist á síðunni á föstudag. Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir. Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni. Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.Hér má sjá meðlimi Skálmaldar eftir vel heppnaða tónleika í Hörpu í fyrra.Bassaleikarinn Bibbi, sem heitir Snæbjörn Ragnarsson, segir viðbrögðin sýna að mikilvægt er að halda Gay Pride og lýsa yfir stuðningi við hinsegin fólk. „Við sjáum ekki eftir fólkinu sem hætti að fylgja okkur, maður er mest leiður yfir því að það sé staðreynd að sumir hugsa enn svona," segir hann og bætir við: „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum. Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar. Post by Skálmöld. Post by Skálmöld.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira