Bíða í klukkutíma eftir dirty burger og rifjum: „Það er allt að verða vitlaust“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 17:54 Fólk bíður í klukkustund eftir réttum Michelin-stjörnu kokksins Agnars. „Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira