Bíða í klukkutíma eftir dirty burger og rifjum: „Það er allt að verða vitlaust“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 17:54 Fólk bíður í klukkustund eftir réttum Michelin-stjörnu kokksins Agnars. „Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira