Bíða í klukkutíma eftir dirty burger og rifjum: „Það er allt að verða vitlaust“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 17:54 Fólk bíður í klukkustund eftir réttum Michelin-stjörnu kokksins Agnars. „Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira