Lífið

Fær föt og viðarleikföng í afmælisgjöf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Georg prins, sonur Kate Middleton og Vilhjálms Bretaprins, fagnar eins árs afmæli sínu á morgun. Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly verður afmælisfögnuðurinn þó afar lágstemmdur, ekkert í líkingu við það æði sem greip um sig í Englandi í fyrra þegar prinsinn kom í heiminn.

„Fjölskyldan fagnar afmælinu í einrúmi með nánustu fjölskyldu og vinum í Kensington-höll,“ segir talsmaður hallarinnar í samtali við tímaritið. Heimildarmaður ritsins bætir við að um tepartí innandyra verði að ræða en það verði þó fært út í garð ef veður leyfir.

Foreldrar Kate verða í gleðinni sem og amma Vilhjálms, Elísabet Bretadrottning, bróðir hans Harry og nánustu fjölskyldumeðlimir úr Middleton-fjölskyldunni. Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, og eiginkona hans, Camilla, mæta ekki þar sem þau eru upptekin í öðru í Skotlandi.

Annar heimildarmaður tímaritsins segir að Kate og Vilhjálmur leggi mikið uppúr því að sonur þeirra sé ekki dekraður.

„George fær föt og viðarleikföng í afmælisgjöf frá móður sinni og föður. Vilhjálmur og Kate vilja ekki missa sig. Hann hefur fengið margar gjafir síðustu mánuði og það er ekki mikið pláss eftir til að koma fleiri gjöfum fyrir.“

Konunglega fjölskyldan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×