Líkir hernaði Ísraelsmanna við útrýmingarherferð nasista Randver Kári Randversson skrifar 29. júlí 2014 11:25 Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, skorar á Bandaríkjastjórn að stöðva blóðbaðið á Gaza. Vísir/AP/Vilhelm „Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“ Gasa Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“
Gasa Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira