Líkir hernaði Ísraelsmanna við útrýmingarherferð nasista Randver Kári Randversson skrifar 29. júlí 2014 11:25 Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, skorar á Bandaríkjastjórn að stöðva blóðbaðið á Gaza. Vísir/AP/Vilhelm „Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“ Gasa Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ísraelsríki er undir stjórn stríðsglæpamanna sem skella skollaeyrum við öllum mótmælum. Við hljótum því að snúa okkur að Bandaríkjastjórn og þér herra forseti, Barack Obama, og krefjast þess að þú látir af stuðningi við blóðbaðið og stöðvir það þegar í stað,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í opnu bréfi sem hann hefur ritað til Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Þar skorar hann á Bandaríkjastjórn að grípa inn í átökin á Gaza, sem staðið hafa yfir í um þrjár vikur. Rúmlega 1100 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza, stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar. Í bréfinu gagnrýnir Sveinn Rúnar Ísraelsmenn harðlega og segir þá hafa framið stríðsglæpi í hernaði sínum á Gaza, og líkir framferði þeirra við útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. „Netanyahu sagði að Ísrael myndi fara sínu fram án tillits, og það hefur þessi stríðsglæpastjórn gert. Ísraelsstjórn er ekkert heilagt í þessu einhliða stríði sem líkist æ meir útrýmingarherferð nazista, þar sem gyðingar voru lokaðir inni í gettói og síðan var gengið til verks við að myrða þá hvern á fætur öðrum,“ segir Sveinn Rúnar í bréfinu. Hann segir Ísraelsmenn standa í stríði gegn palestínsku þjóðinni, þar sem þeir fremji hryðjuverk og standi fyrir útrýmingarherferð gegn börnum. „Minnst á hryðjuverk, þá er það rétta orðið yfir stríðsrekstur Ísraels sem beinist nær alfarið að palestínskum börnum og fjölskyldufólki og getur ekki haft annan tilgang en að hræða og skapa skelfingu með morðum og sprengjuárásum á heimili fjölskyldna, skóla, bænahús, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, heimili fyrir fatlaða og sjónvarpsstöðvar.“ Sveinn Rúnar segir ekkert annað hægt að gera en að snúa sér til Bandaríkjastjórnar því Ísraelsstjórn hafi skellt skollaeyrum við hverju því sem sagt væri utan Ísraels varðandi stríðsreksturinn. Engu skipti þótt Íslendingar hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn blóðbaðinu á Gaza. Hann gagnrýnir stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og segir Bandaríkjamenn bera þunga ábyrgð í málinu. Þeir geti stöðvað blóðbaðið og hann hvetur þá til að gera grípa inn í átökin á Gaza. „Þung ábyrgð hvílir á þér Obama Bandaríkjaforseti, sem getur stöðvað barnamorðin ef þú kærir þig um í stað þess að klifa á rétti Ísraelsmanna til að verja land sitt. Blóðbaðið heldur áfram og þú herra forseti og Kerry utanríkisráðherra byrja sérhverja ræðu á heilshugar stuðningi við árásarstríð Ísraels. Þið hafið frómar óskir um vopnahlé en gerið ekkert til að fylgja því eftir.“
Gasa Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira