Innlent

Beltislaus undir áhrifum og með farþega í bílnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í morgun bifreið þar sem ökumaður var ekki í belti. Reyndist hann einnig vera undir áhrifum fíkniefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ökumaðurinn og farþegi í bílnum voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en fíkniefni fundust í bílnum. Þeim var sleppt að lokinni skýrslu- og sýnatöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×