Innlent

Reyndist ekki ölvuð heldur hafði týnt lyklunum sínum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lögregla var fljót á staðinn.
Lögregla var fljót á staðinn.
Tilkynning barst lögregluni á höfuðborgarsvæðinu á dögunum um að mjög ölvuð kona ráfaði eftir Vesturlandsvegi. Óttuðust þeir sem keyrðu framhjá henni um öryggi hennar í þessu ástandi enda umferð mikil á þessu svæði og hröð.

Lögregla fór á staðinn undir eins en þá reyndist misskilings hafa gætt þar sem að konan var ekki ölvuð. Hún sneri hins vegar við hverjum steini í leit að lyklum sem hún hafði skilið eftir ofan á bíl sínum þegar hún stöðvaði af einhverjum ástæðum í vegarkanti. Keyrði hún af stað án þess að huga að lyklunum.

Sagan birtist á Facebook síðu lögreglunnar en það fylgir henni ekki hvort lyklarnir hafi fundist að lokum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×