Innlent

Besti vinurinn með í vinnuna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton
Hundavinir víðsvegar um heiminn halda árlegan „Taktu hundinn með í vinnuna“ daginn hátíðlegan í dag.  Þetta er sextánda skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur og er markmið hans að fagna vináttu manns og hunds.

Dagurinn hefur þó ekki náð að festa sig í sessi hérlendis þó einhverjir hafi mætt með sinn besta vin í vinnuna.  Agnes Ýr Arnarsdóttir, starfsmaður á auglýsingadeild 365 miðla, lét sitt ekki eftir liggja og tók hundinn sinn, hann Lakkrís, með sér í vinnuna. Hún segir hann hafa staðið sig afskaplega vel þrátt fyrir tíðar pissuferðir og feluleiki.

Þeir lesendur Vísís sem tóku hund sinn með í vinnuna í dag eru hvattir til að senda myndir á netfangið ritstjorn@visir.is.

Agnes og Lakkrís í vinnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×