70 milljónir Rússa sjá Ísland Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2014 12:15 Úkraínsku ferðamennirnir náðu að upplifa margt á stuttum tíma hér á landi. Myndir/Af síðu South Iceland Adventures Þáttur um Ísland og íslenska náttúru verður sýndur í rússneska ríkissjónvarpinu síðdegis. Hægt verður að horfa á þáttinn á netinu. Um er að ræða þátt sem rússneska sjónvarpið lét gera í samráði við ferðaþjónustufyrirtækin South Iceland Adventure, Norðurflug og Hótel Rangá og fleiri aðila í ferðaþjónustu. Sést mikið af Íslandi „Þetta er úkraínskur þáttur, en hann er sýndur í rússneska ríkissjónvarpinu,“ segir Sigurður Bjarni Sveinsson, eigandi South Iceland Adventures. „Samtals eru um sjötíu milljónir sem sjá þennan þátt.“ Þátturinn gengur út á það að tveir keppendur, karl og kona, eru sendir á framandi ferðamannastað. Fær annar þeirra kreditkort með ótakmarkaðri greiðsluheimild til að ferðast um og hafa ofan af sér í nokkra daga, en hinn aðeins um tíu þúsund krónur. „Við sáum um allt skipulagið fyrir báða keppendur,“ segir Sigurður Bjarni. „Við reyndum að skipuleggja þannig að það sæist sem mest af Íslandi, þannig að meira að segja sú sem var ekki með kreditkortið náði að ferðast um Suðurlandið.“Líklegast besti þátturinn Meðal þess sem úkraínsku keppendurnir náðu að upplifa á þeim þremur dögum sem þeir voru staddir hérlendis í maí var þyrluflug, ferðir til Þórsmarkar og á Jökulsárlón og gisting á Hótel Rangá, þar sem sveit víkinga tók á móti þeim. Sigurður Bjarni segir að þetta eigi vonandi eftir að vekja meiri athygli ferðamanna á land og þjóð. „Það er byrjað að sýna auglýsingar, kynna að þátturinn verði í kvöld, og við erum strax byrjuð að svara bókunum út af því. Þannig þetta vekur athygli.“ Hópurinn vann átján tíma vinnudaga þá þrjá daga sem þátturinn var tekinn upp hér á landi og segir hann að vinnan hafi verið mjög skemmtileg. „Þetta er núna áttunda þáttaröðin þeirra, og þeir sem voru að vinna að þessu sögðu að Ísland væri klárlega í topp þremur af áfangastöðunum sem þau hefðu heimsótt. Aðalleikstjórinn sagði svo að þetta væri líklega besti þátturinn sem þau hefðu gert.“ Hér fyrir neðan má sjá auglýsingastiklu fyrir þáttinn, sem sýndur verður núna klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Hægt ætti að vera að fylgjast með þættinum á vefnum hér. Iceland from Oleg Shevchyshyn on Vimeo. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þáttur um Ísland og íslenska náttúru verður sýndur í rússneska ríkissjónvarpinu síðdegis. Hægt verður að horfa á þáttinn á netinu. Um er að ræða þátt sem rússneska sjónvarpið lét gera í samráði við ferðaþjónustufyrirtækin South Iceland Adventure, Norðurflug og Hótel Rangá og fleiri aðila í ferðaþjónustu. Sést mikið af Íslandi „Þetta er úkraínskur þáttur, en hann er sýndur í rússneska ríkissjónvarpinu,“ segir Sigurður Bjarni Sveinsson, eigandi South Iceland Adventures. „Samtals eru um sjötíu milljónir sem sjá þennan þátt.“ Þátturinn gengur út á það að tveir keppendur, karl og kona, eru sendir á framandi ferðamannastað. Fær annar þeirra kreditkort með ótakmarkaðri greiðsluheimild til að ferðast um og hafa ofan af sér í nokkra daga, en hinn aðeins um tíu þúsund krónur. „Við sáum um allt skipulagið fyrir báða keppendur,“ segir Sigurður Bjarni. „Við reyndum að skipuleggja þannig að það sæist sem mest af Íslandi, þannig að meira að segja sú sem var ekki með kreditkortið náði að ferðast um Suðurlandið.“Líklegast besti þátturinn Meðal þess sem úkraínsku keppendurnir náðu að upplifa á þeim þremur dögum sem þeir voru staddir hérlendis í maí var þyrluflug, ferðir til Þórsmarkar og á Jökulsárlón og gisting á Hótel Rangá, þar sem sveit víkinga tók á móti þeim. Sigurður Bjarni segir að þetta eigi vonandi eftir að vekja meiri athygli ferðamanna á land og þjóð. „Það er byrjað að sýna auglýsingar, kynna að þátturinn verði í kvöld, og við erum strax byrjuð að svara bókunum út af því. Þannig þetta vekur athygli.“ Hópurinn vann átján tíma vinnudaga þá þrjá daga sem þátturinn var tekinn upp hér á landi og segir hann að vinnan hafi verið mjög skemmtileg. „Þetta er núna áttunda þáttaröðin þeirra, og þeir sem voru að vinna að þessu sögðu að Ísland væri klárlega í topp þremur af áfangastöðunum sem þau hefðu heimsótt. Aðalleikstjórinn sagði svo að þetta væri líklega besti þátturinn sem þau hefðu gert.“ Hér fyrir neðan má sjá auglýsingastiklu fyrir þáttinn, sem sýndur verður núna klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Hægt ætti að vera að fylgjast með þættinum á vefnum hér. Iceland from Oleg Shevchyshyn on Vimeo.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira