Innlent

Leita að frönskum ferðamanni á Lónsöræfum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Er þetta þriðji ferðamaðurinn sem leitað er að á stuttu tímabili.
Er þetta þriðji ferðamaðurinn sem leitað er að á stuttu tímabili. VISIR/VILHELM
Björgunarfélag Hornafjarðar grennslast nú fyrir um franskan ferðamann sem lagði af stað í göngu á Lónsöræfum þann 17. júní síðastliðinn, en ekkert hefur spurst til hans síðan.

Í samtali við Vísi segir meðlimur björgunarfélagsins þó of snemmt að segja manninn týndan en áður en hann fór af stað sagðist hann ætla að vera á ferðinni í nokkra daga. „Hann er vanur fjallgöngumaður og því höfum við litlar áhyggjur af honum. Hann hefur bara ekki látið vita af sér í nokkur tíma og því höfum við ákveðið að kanna hvar hann er staddur og hvort sé ekki örugglega í lagi með hann.“

Meðlimir í Björgunarfélaginu eru nú á leið í Kollumúlaskála. Ef maðurinn er ekki staddur þar verður athugað með hann í Egilsseli á Kollumúlaheiði. Einnig verða þekktar gönguleiðir á svæðinu gengnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×