Innlent

Hjóluðu hringinn einir síns liðs

Bjarki Ármannsson skrifar
Þórður og Sigurður fagna sigrinum.
Þórður og Sigurður fagna sigrinum. Mynd/Kristinn Magnússon
Fyrstu keppendur í einstaklingsflokki Wow Cyclothon komu í mark fyrir stuttu en það eru þeir Þórður Kárason og Sigurður Gylfason.

Þetta er í fyrsta sinn sem fólk getur tekið þátt í hjólreiðakeppninni eitt síns liðs. Alls er hjólað 1.332 kílómetra og hafa keppendur til þess 84 klukkustundir.

Hér að neðan má sjá skemmtileg myndbönd þar sem púlsinn er tekinn á þeim félögum Þórði og Sigurði.


Tengdar fréttir

Hjólreiðamaður fluttur á slysadeild

Tveir sjúkrabílar og lögreglubíll svöruðu tilkynningu um slasaðan hjólreiðamann við Höfða við Sæbraut á fjórða tímanum í dag.

Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn

"Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon.

Svefnleysið erfiðast við keppnina

Mikil spenna var við Rauðavatn í morgun þegar fyrstu tvö liðin í WOW Cyclothon hjólakeppninni komu mark á nánast sama tíma, eða 39 klukkustundum og 12 mínútum. Liðið Workforce A varð í fyrsta sæti og Örnin Trek í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×