Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2014 21:15 Valgeir Þór Ólason og Kristný María Hilmarsdóttir ásamt syninum Hilmari Óla. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir. Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir.
Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01