Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2014 21:15 Valgeir Þór Ólason og Kristný María Hilmarsdóttir ásamt syninum Hilmari Óla. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir. Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir.
Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01