Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2014 21:15 Valgeir Þór Ólason og Kristný María Hilmarsdóttir ásamt syninum Hilmari Óla. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir. Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir.
Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01