Innlent

Auglýsa eftir sjö framkvæmdastjórum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Landspítalinn, sem er fjölmennasti vinnustaður landsins, auglýsir eftir sjö framkvæmdastjórum til að leiða uppbyggingu næstu ára. Um er að ræða allar stöður framkvæmdastjóra klínískra sviða spítalans.

Á vef Landspítalans má sjá auglýsinguna.

Til auglýsingar eru stöður framkvæmdastjóra meðferðarsviða eitt til og með fimm, Aðgerðarsviðs og Rannsóknarsviðs. Gert er ráð fyrir að þeir sem stöðurnar hljóta hefji störf þann 1. september.

Umsóknarfrestur er til 7. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×