Ruslamál í ólestri: "Skoppandi ormar milli barnavagns og ruslatunna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2014 15:25 Kolbrún vill hafa huggulega aðkomu að heimili sínu en ruslið sem safnast fyrir utan gerir henni ekki hægt um vik. „Þetta er bara við innganginn hjá okkur. Lyktin er alveg viðbjóðsleg, sérstaklega þegar farið er að hlýna,“ segir Kolbrún Elma Schmidt, sambýliskona Víkings Kristjánssonar leikara, en þau hafa staðið í stappi við Ísafjarðarbæ vegna óviðunandi aðstöðu fyrir rusl hjá heimili þeirra. „Hér eru sex eða sjö íbúðir og hér býr fullt af fólki. Við erum bara með þessar tvær stóru tunnur og ruslið er tekið á um það bil tveggja vikna fresti.“ Ruslatunnarnar fyllast því fljótt og flæðir ruslið upp úr tunnunum og liggur eins og hráviði um lóðina. Kolbrún leggur mikið upp úr því að flokka ruslið sitt en það er ekki hægt eins og staðan er núna. „Ég lét vita að ég gæti ekki flokkað. Ég vil ala dóttur mína upp í því að það sé eðlilegt að flokka ruslið sitt en það er ekki hægt þegar við þurfum að nota báðar tunnurnar fyrir almennt rusl.“Lofa öllu fögru en ekkert gerist Kolbrún segist opin fyrir öllum lausnum á þessu vandamáli en hún hafði samband við Ísafjarðarbæ og Kubb ehf., sem sér um að tæma tunnurnar, fyrst í september síðastliðnum þegar þau skötuhjú fluttu til Suðureyrar. „Ísafjarðarbær vill ekki borga fyrir að Kubbur komi oftar og þegar ég bið um aukatunnu þá er mér bara sagt að panta hana sjálf. En ég hef ekkert umboð til þess, ég er leigjandi hjá Ísafjarðarbæ,“ útskýrir Kolbrún. „Síðan kom upp hugmynd um að taka eitt stæði frá mér og setja ruslatunnurnar þar, ég er alveg tilbúin til að fórna þessu stæði til að leysa vandamálið en það hefur bara ekkert gerst. Það nýjasta sem ég heyrði var að það væri kominn arkitekt í að teikna upp voða fína hirslu og setja hinu megin við götuna. Mér finnst það svolítið langt að labba með rusl en mér er alveg sama, ég vil bara losna við þetta rusl frá inngangnum mínum.“ Kolbrún segir öllu fögru hafa verið lofað en ekkert gerst. „Síðasta afsökun sem ég heyrði var að smiðirnir væru svo uppteknir. Ég trúi því nú eiginlega ekki. Framkvæmdagleðin hefur ekki verið mikil.“ Ekkert gerst í níu mánuði - „Við erum orðin alveg brjáluð“ Eins og fyrr segir var Ísafjarðarbæ fyrst gert viðvart um vandamálið í september síðastliðnum, það hefur því ekkert gerst í málinu í um níu mánuði. „Ég er orðin svo reið og pirruð yfir þessu. Ég er búin að tala um þetta svo mikið að ég nenni því varla lengur, ég er búin að bíða svo lengi.“ „Lyktin kemur inn á heimilið okkar. Svo hitnar í veðri og lyktin bara magnast og magnast. Útidyrahurðin var opin í tíu mínútur og það var bara komin rusllykt inn í anddyri hjá mér. Og svo er örugglega kominn maðkur í þetta.“ Kolbrún og Víkingur eiga von á barni í haust en aðstæðurnar setja strik í reikninginn. „Ég sé það ekki alveg fyrir mér að setja vagn þarna út. Skoppandi ormar milli barnavagns og ruslatunna. Svo er maður að reyna að hafa huggulegt þarna fyrir utan og vill grilla þarna því að sólin skín á þessa hlið, en það er bara ekki hægt.“ „Við erum orðin alveg brjáluð,“ segir Víkingur og tekur undir með konu sinni enda aðgerðaleysið algjört. Kolbrún skilur ekki hvað veldur. „Ég fékk einu sinni komment frá Ísafjarðarbæ sem var: „Þetta mál er svo erfitt“. Ég varð mjög hugsi yfir þessu. Bý ég í sveitarfélagi þar sem það telst erfitt að tækla ruslvandamál? Hefur Ísafjarðarbær ekki þurft að taka stærri ákvarðanir? Ég sé þetta ekki fyrir mér sem svona flókið mál.“ Það er ekki smekklegt að hafa smekkfullar ruslatunnur við innganginn að heimili sínu. Lyktin berst inn til parsins sem á von á barni í haust.Mynd/Kolbrún. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Þetta er bara við innganginn hjá okkur. Lyktin er alveg viðbjóðsleg, sérstaklega þegar farið er að hlýna,“ segir Kolbrún Elma Schmidt, sambýliskona Víkings Kristjánssonar leikara, en þau hafa staðið í stappi við Ísafjarðarbæ vegna óviðunandi aðstöðu fyrir rusl hjá heimili þeirra. „Hér eru sex eða sjö íbúðir og hér býr fullt af fólki. Við erum bara með þessar tvær stóru tunnur og ruslið er tekið á um það bil tveggja vikna fresti.“ Ruslatunnarnar fyllast því fljótt og flæðir ruslið upp úr tunnunum og liggur eins og hráviði um lóðina. Kolbrún leggur mikið upp úr því að flokka ruslið sitt en það er ekki hægt eins og staðan er núna. „Ég lét vita að ég gæti ekki flokkað. Ég vil ala dóttur mína upp í því að það sé eðlilegt að flokka ruslið sitt en það er ekki hægt þegar við þurfum að nota báðar tunnurnar fyrir almennt rusl.“Lofa öllu fögru en ekkert gerist Kolbrún segist opin fyrir öllum lausnum á þessu vandamáli en hún hafði samband við Ísafjarðarbæ og Kubb ehf., sem sér um að tæma tunnurnar, fyrst í september síðastliðnum þegar þau skötuhjú fluttu til Suðureyrar. „Ísafjarðarbær vill ekki borga fyrir að Kubbur komi oftar og þegar ég bið um aukatunnu þá er mér bara sagt að panta hana sjálf. En ég hef ekkert umboð til þess, ég er leigjandi hjá Ísafjarðarbæ,“ útskýrir Kolbrún. „Síðan kom upp hugmynd um að taka eitt stæði frá mér og setja ruslatunnurnar þar, ég er alveg tilbúin til að fórna þessu stæði til að leysa vandamálið en það hefur bara ekkert gerst. Það nýjasta sem ég heyrði var að það væri kominn arkitekt í að teikna upp voða fína hirslu og setja hinu megin við götuna. Mér finnst það svolítið langt að labba með rusl en mér er alveg sama, ég vil bara losna við þetta rusl frá inngangnum mínum.“ Kolbrún segir öllu fögru hafa verið lofað en ekkert gerst. „Síðasta afsökun sem ég heyrði var að smiðirnir væru svo uppteknir. Ég trúi því nú eiginlega ekki. Framkvæmdagleðin hefur ekki verið mikil.“ Ekkert gerst í níu mánuði - „Við erum orðin alveg brjáluð“ Eins og fyrr segir var Ísafjarðarbæ fyrst gert viðvart um vandamálið í september síðastliðnum, það hefur því ekkert gerst í málinu í um níu mánuði. „Ég er orðin svo reið og pirruð yfir þessu. Ég er búin að tala um þetta svo mikið að ég nenni því varla lengur, ég er búin að bíða svo lengi.“ „Lyktin kemur inn á heimilið okkar. Svo hitnar í veðri og lyktin bara magnast og magnast. Útidyrahurðin var opin í tíu mínútur og það var bara komin rusllykt inn í anddyri hjá mér. Og svo er örugglega kominn maðkur í þetta.“ Kolbrún og Víkingur eiga von á barni í haust en aðstæðurnar setja strik í reikninginn. „Ég sé það ekki alveg fyrir mér að setja vagn þarna út. Skoppandi ormar milli barnavagns og ruslatunna. Svo er maður að reyna að hafa huggulegt þarna fyrir utan og vill grilla þarna því að sólin skín á þessa hlið, en það er bara ekki hægt.“ „Við erum orðin alveg brjáluð,“ segir Víkingur og tekur undir með konu sinni enda aðgerðaleysið algjört. Kolbrún skilur ekki hvað veldur. „Ég fékk einu sinni komment frá Ísafjarðarbæ sem var: „Þetta mál er svo erfitt“. Ég varð mjög hugsi yfir þessu. Bý ég í sveitarfélagi þar sem það telst erfitt að tækla ruslvandamál? Hefur Ísafjarðarbær ekki þurft að taka stærri ákvarðanir? Ég sé þetta ekki fyrir mér sem svona flókið mál.“ Það er ekki smekklegt að hafa smekkfullar ruslatunnur við innganginn að heimili sínu. Lyktin berst inn til parsins sem á von á barni í haust.Mynd/Kolbrún.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira