Gekk út af ólöglegum hreppsnefndarfundi í Kjós Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júní 2014 17:30 Þórarinn til vinstri og Guðmundur til hægri. Nýtt kjörtímabil sveitastjórnar Kjósarhrepps fór ekki vel af stað, því fyrsti fundur hennar var ólöglegur. Fundurinn fór fram föstudaginn 13. júní og var ekki liðinn nógu langur tími frá því að kosningar fóru fram, og því mátti ný sveitarstjórn ekki taka til starfa. Á fundinum var Guðmundur Davíðsson endurkjörinn formaður sveitarstjórnarinnar en Þórarinn Jónsson, sem er nýliði í sveitarstjórn, gekk af fundinum því honum þótti framhjá sér gengið. Í Kjós eru svokallaðar óbundnar kosningar, þar er ekki kosið um lista heldur einstaka frambjóðendur. 171 voru á kjörskrá í sveitarfélaginu og kusu 136. Þórarinn fékk 89 atkvæði í sveitarstjórn sem var fimmtán atkvæðum meira en Guðmundur, sem fékk 74. Þórarinn hlaut átta atkvæðum meira en næsti frambjóðandi sem var Sigríður Klara Árnadóttir frá Klörustöðum. „Ég gaf kost á mér í oddvitasætið og hélt að það yrði ekki gengið framhjá mér. Úr því að þetta var persónukjör finnst mér ekki rétt að ganga framhjá þeim sem hlaut flest atkvæði,“ segir Þórarinn Jónsson um málið og bætir við: „Það var einfaldlega aldrei til umræðu að ég yrði oddviti og mér þótti það óeðlilegt. Mér finnst niðurstaða kosninganna vera ákveðið ákall um breytingar.“ Þórarinn segist ekki vera reyndur í stjórnmálum. „Nei, í raun gerði ég ekkert í kosningabaráttunni og úrslitin komu mér nokkuð á óvart. Ég rek verslun í sveitarfélaginu og tala við mikið af fólki. Ætli það hafi ekki hjálpað til í kosningunum. Ég undirbý mig ekkert sérstaklega fyrir fundi, ég mæti bara og sé hvernig málin þróast.“ Nýr fundur hefur verið boðaður á föstudaginn, sem verður þá fyrsti löglegi fundur nýrrar sveitarstjórnar. Þórarinn segist ekki reikna með því að hann verði kosinn oddviti þá, frekar en á fundinum sem var haldinn fyrir þremur dögum. „Ég er ekki búinn að fara út um alla sveit til að agítera, krukka og vesenast, allavega,“ útskýrir hann.Allt opið Guðmundur Davíðsson segir að á nýjum fundi geti allt gerst. „Já, það hefur verið boðaður nýr fundur á föstudaginn, þá er þetta bara opið spil,“ segir Guðmundur, sem var sveitarstjóri Kjósarhrepps. Hann hefur verið í sveitarstjórn tólf síðastliðin ár.Nú fékk Þórarinn Jónsson flest atkvæði í kosningunum. Er ekki farið eftir því þegar oddviti er valinn? „Ef þú veist um hvað þú ert að tala, þá veistu að það er ekki í neinu sveitarfélagi. Þú þarft ekkert að spyrja mig að því. Það er ekkert samasemmerki þar á milli. Þetta eru bara fimm einstaklingar sem kjósa sín á milli,“ svarar Guðmundur. Annars segir Guðmundur að í raun hafi ekki verið munur á skoðunum manna eftir því hvaða mál voru mikilvægust í kosningabaráttunni. „Það eru nú nánast allir sammála um flest það sem þarf að gera held ég. Þetta snýst bara um að vinna saman að góðum málum,“ segir hann ennfremur.Pabbinn verktaki Þórarinn segir að ástæðan sem honum sé gefin, fyrir því af hverju gengið var framhjá honum í oddvitakjörinu í síðustu viku, sé sú að pabbi hans sé verktaki og hreppurinn eigi í talsverðum viðskipti við hann. „Já, því er haldið fram að ég geti ekki samþykkt reikninga sem gerðir séu við hann. Mér finnst þau rök ekki halda vatni. Að sjálfsögðu myndi ég víkja af fundum þegar ákveðið væri að semja við hann en ég gæti alltaf samþykkt reikninga.“ Þórarinn bendir á að í litlum sveitarfélögum tengist stór hluti íbúanna hreppsnefndinni. „Já, makar allra hinna eru að vinna í verktöku eða í hlutastörfum fyrir hreppinn. Ég skil ekki af hverju ég er tekinn eitthvað sérstaklega útfyrir sviga.“ Þórarinn er ósáttur við gang mála og telur hafa skort á samningsvilja annarra í hreppsnefndinni. „Ég setti fram mínar ítrustu kröfur í fyrstu en er alltaf tilbúinn að gera málamiðlanir. En ég fékk á tilfinninguna að niðurstaða síðasta fundar hafi verið ákveðin fyrirfram. Ég gæti skilið það að sigurvegari kosninganna myndi ekki njóta góðs gengis í kosningum ef um væri að ræða flokkspólitík. En í þessu tilfelli er þetta persónukjör og mér finnst óeðlilegt að hundsa algjörlega sigurvegara kosninganna.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Nýtt kjörtímabil sveitastjórnar Kjósarhrepps fór ekki vel af stað, því fyrsti fundur hennar var ólöglegur. Fundurinn fór fram föstudaginn 13. júní og var ekki liðinn nógu langur tími frá því að kosningar fóru fram, og því mátti ný sveitarstjórn ekki taka til starfa. Á fundinum var Guðmundur Davíðsson endurkjörinn formaður sveitarstjórnarinnar en Þórarinn Jónsson, sem er nýliði í sveitarstjórn, gekk af fundinum því honum þótti framhjá sér gengið. Í Kjós eru svokallaðar óbundnar kosningar, þar er ekki kosið um lista heldur einstaka frambjóðendur. 171 voru á kjörskrá í sveitarfélaginu og kusu 136. Þórarinn fékk 89 atkvæði í sveitarstjórn sem var fimmtán atkvæðum meira en Guðmundur, sem fékk 74. Þórarinn hlaut átta atkvæðum meira en næsti frambjóðandi sem var Sigríður Klara Árnadóttir frá Klörustöðum. „Ég gaf kost á mér í oddvitasætið og hélt að það yrði ekki gengið framhjá mér. Úr því að þetta var persónukjör finnst mér ekki rétt að ganga framhjá þeim sem hlaut flest atkvæði,“ segir Þórarinn Jónsson um málið og bætir við: „Það var einfaldlega aldrei til umræðu að ég yrði oddviti og mér þótti það óeðlilegt. Mér finnst niðurstaða kosninganna vera ákveðið ákall um breytingar.“ Þórarinn segist ekki vera reyndur í stjórnmálum. „Nei, í raun gerði ég ekkert í kosningabaráttunni og úrslitin komu mér nokkuð á óvart. Ég rek verslun í sveitarfélaginu og tala við mikið af fólki. Ætli það hafi ekki hjálpað til í kosningunum. Ég undirbý mig ekkert sérstaklega fyrir fundi, ég mæti bara og sé hvernig málin þróast.“ Nýr fundur hefur verið boðaður á föstudaginn, sem verður þá fyrsti löglegi fundur nýrrar sveitarstjórnar. Þórarinn segist ekki reikna með því að hann verði kosinn oddviti þá, frekar en á fundinum sem var haldinn fyrir þremur dögum. „Ég er ekki búinn að fara út um alla sveit til að agítera, krukka og vesenast, allavega,“ útskýrir hann.Allt opið Guðmundur Davíðsson segir að á nýjum fundi geti allt gerst. „Já, það hefur verið boðaður nýr fundur á föstudaginn, þá er þetta bara opið spil,“ segir Guðmundur, sem var sveitarstjóri Kjósarhrepps. Hann hefur verið í sveitarstjórn tólf síðastliðin ár.Nú fékk Þórarinn Jónsson flest atkvæði í kosningunum. Er ekki farið eftir því þegar oddviti er valinn? „Ef þú veist um hvað þú ert að tala, þá veistu að það er ekki í neinu sveitarfélagi. Þú þarft ekkert að spyrja mig að því. Það er ekkert samasemmerki þar á milli. Þetta eru bara fimm einstaklingar sem kjósa sín á milli,“ svarar Guðmundur. Annars segir Guðmundur að í raun hafi ekki verið munur á skoðunum manna eftir því hvaða mál voru mikilvægust í kosningabaráttunni. „Það eru nú nánast allir sammála um flest það sem þarf að gera held ég. Þetta snýst bara um að vinna saman að góðum málum,“ segir hann ennfremur.Pabbinn verktaki Þórarinn segir að ástæðan sem honum sé gefin, fyrir því af hverju gengið var framhjá honum í oddvitakjörinu í síðustu viku, sé sú að pabbi hans sé verktaki og hreppurinn eigi í talsverðum viðskipti við hann. „Já, því er haldið fram að ég geti ekki samþykkt reikninga sem gerðir séu við hann. Mér finnst þau rök ekki halda vatni. Að sjálfsögðu myndi ég víkja af fundum þegar ákveðið væri að semja við hann en ég gæti alltaf samþykkt reikninga.“ Þórarinn bendir á að í litlum sveitarfélögum tengist stór hluti íbúanna hreppsnefndinni. „Já, makar allra hinna eru að vinna í verktöku eða í hlutastörfum fyrir hreppinn. Ég skil ekki af hverju ég er tekinn eitthvað sérstaklega útfyrir sviga.“ Þórarinn er ósáttur við gang mála og telur hafa skort á samningsvilja annarra í hreppsnefndinni. „Ég setti fram mínar ítrustu kröfur í fyrstu en er alltaf tilbúinn að gera málamiðlanir. En ég fékk á tilfinninguna að niðurstaða síðasta fundar hafi verið ákveðin fyrirfram. Ég gæti skilið það að sigurvegari kosninganna myndi ekki njóta góðs gengis í kosningum ef um væri að ræða flokkspólitík. En í þessu tilfelli er þetta persónukjör og mér finnst óeðlilegt að hundsa algjörlega sigurvegara kosninganna.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira